top of page
Search
  • Laufey

Völvuspá 2022

Miklar breytingar innan lögreglu.

Lögreglan verður sýnilegri á öllu landinu


Covid

Er því miður ekki lokið og mun lita árið 2022 með takmörkunum, og öðru veseni. Seint á þessu ári munum við sjá bjartari sól og minna um smit. Förum okkur hægt!

Bólusetningar barna eru öruggar, ég get ekki séð annað en við getum treyst því sem búið er að leggja fram í þessa átt. Ég sé mjög dökk ský og dauðsfall hjá þeim hópum barna og annarra fullorðna sem ekki þiggja bólusetningu.

Það er mikil þreyta í samfélaginu og hjá þjóðinni, en verðum að þrauka þetta ár!



Nátturan

Við fáum frekar kaldan vetur og vor sérstaklega á Norðurlandi og Austurlandi. Strax í lok vorar fá norður og Austurland einstak sumar, líkt og í fyrra. Rignir frekar mikið á Suðurlandi en ég sé samt einhverja sólardaga. Sólin heimsækir einnig Vestfirði eitthvað.

Allt landið mun fá góðan ágústmánuð og milt haust, en veturinn verður þungbúinn um allt land, mikill fönn.

Hekla vaknar og mun gjósa hressilega.


Alþingi

Ríkisstjórnin heldur en einhver ráðherraskipti verða og landinn er ekki endilega sáttu við þau skipti. Katrín Jakopsdóttir heldur velli sem forsetisráðherra út árið sýnist mér. Bjarni Ben verður áfram fjármálaráðherra! Sigurður Ingi á eftir að gera margt gott á árinu 2022.

Flokkur fólksins kemur mjög sterkur út á árinu.


Ferðamál.

Play flugfélag fer þvi miður á hausinn. Icelander á eftir að ganga vel og heldur velli. Við munum geta ferðast eitthvað en samt innan takmarka. Lög verða set á fólk sem er ekki bólusett og þau sem eru bólusett, það fólk fær mun meira frelsi.

Stöðugur straumur ferðamanna verður eftir marsmánuð og heldur velli út árið.


Atvinnumál.

Töluverð ládeyða er yfir atvinnumálum en farið verður í aðgerðir varandi þau mál um páskana. Það sem vantar er að hvetja fólkið okkar áfram og finna lausnir.


Sjávarútvegur.

Engar breytingar verða á kvótamálum, þar stendur allt fast.


Húsnæðismál

Leigumarkaður heldur áfram óbreyttur og er rándýr. Við munum ekki ná þeim stöðugleika sem vonast er eftir á árinu 2022 með húsnæðismál. Við erum að byggja yfir okkur um allt land, og svartamyrkur í því.


Sveitastjórnarkosningar

Það verður töluverðar sameiningar innan sveitarfélaga í landinu. En eitt sveitarfélag á Norðurlandi mun ekki gefa eftir og heldur sínu, þar er sterkt fólk og gott bakland.

Kostningar verða settar sæmilega upp um allt land, aðallega fyrir austan og vestan. Áhuginn fyrir að kjósa verður þó meiri í stærri sveitafélugum.

Það verður naumt hjá Degi B Eggertssyni , hann nær naumlega að halda borgarstjórastólnum. Kona tekur við honum seint á árinu 2022.

Kostningar fyrir norðan á Akureyri verða spennandi.


Heilbrigiðismál

Það þarf eitthvað mikið að gerast ef heilbrigðismál eiga ekki að fara á hliðina á nýju ári. Sé stóran skugga yfir LSH! Við verðum að gera eitthvað til að missa ekki fleiri lækna og hjúkrunar fólk úr landi.

Stjórnmálamennirnir okkar og aðrir gera sér enga grein hversu ílla er búið að fara með heilbriðgiðskerfið! Það mun taka langan tíma að vinna þetta til baka.

Einkareknar heilsugæslustöðvar eiga eftir að sækja sterkt fram á á nýju ári.


Þjóðkirkjan

Verður áfram ríkisrekin, en ónægju raddir munu heyrast með biskupinn okkar, nær ekki að halda utan um kirkjuna. Hún mun sitja áfram sem biskup.


Rithöfundar

Bækur og rithöfundar ná nýjum hæðum á árinu. Sprenging verður í bókalestri hjá unga fólkinu okkar.


Tónlist

Tónlistarfólki á eftir að gana vel á árinu og mun feta nýjar leiðir til að ná til almennings.


Íþróttir

Mikil uppgangur er í íþróttum, sérstaklega einstaklings íþróttum. Sundið kemur afar sterkt út.


Fjölmiðlar

Útvarp saga stendur sterk í landanum. Mbl og RÚV standa af sér hvaða veður sem er. Stöð 2 mun missa mikið og missa marga áskrifendur frá sér, Fréttatíminn kemur aftur óruglaður frá þeim.


Kóngafólk

Danadrottning veikist á árinu en hefur það af, en hún mun skila krúnunni til sonar síns.

Svíþjóð kemur vel út og ég sé ekki miklar breytingar þar.

Veikindi koma upp í Noregi hjá konungshjónunum og annað þeirra kveður.

Harrý bretaprins stjórnast algerlega af eiginkonunni. Það eru töluverðar sprungur í hjónabandi þeirra. Elísabet drottning er með sterkt hjarta og mun ríkja eitthvað áfram.

Karl Bretaprins verður aldrei konungur!





399 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page