top of page
Image by Markus Spiske

Heilun

​

Hvað er heilun?

Þegar heilunarmeðferð er hafin er ábyrgðin ekki eingöngu hjá heilaranum heldur jafnframt hjá þiggjandanum. Þetta er vegna þess að heilarinn er að veita þiggjandanum aðgang að orku og það er þiggjandans að nýta þessa orku sér til handa.

Heilun hjálpar okkur til þess að styrkja sambandið milli sálar og líkama og koma jafnvægi þar á milli. Hún vinnur bæði með verki og líkamlega kvilla sem og tilfinningar, eins og streitu, áföll, ótta, sorg, þunglyndi, kvíða, reiði o.s.frv., sem geta stundum hindrað okkur að takast á við ýmsar aðstæður í lífinu. Heilun getur hjálpað að skilja þessar aðstæður. Hún getur einnig styrkt ónæmiskerfið og hjálpað þannig líkamanum að takast á við hvers konar veikindi.

​
Hvað tekur heilun langan tíma?
​
​
Heilunartíminn er yfirleitt á bilinu 45-60 mínútur í hvert skipti. Til þess að ná sem bestum árangri gæti heilunarþeginn þurft að mæta í nokkur skipti. Eftir að heilunartímanum er lokið er mikilvægt að drekka nóg af vatni til að aðstoða líkamann við að skila út úrgangs- og eiturefnum sem heilunin hjálpar þiggjandanum að losa sig við.
Image by Alexandru Tudorache
bottom of page